Druk (Another Round)
Við höldum áfram með danska Mads Mikkelsen / Thomas Vinterberg þemað okkar. Eftir gríðarlega þunga Jagten í síðustu viku förum við á aðeins léttari nótur með Druk eða Another Round eins og flestir þekkja hana líklegast sem. Myndin fjallar um 4 menntaskóla kennara sem eru á miðpunkti lífsins og finnast þeir hafa staðnað með árunum, þeir ákveða því að prufukeyra kenningu um að mannslíkaminn sé fæddur með 0,05 promil of lítið og verða alltaf örlítið í glasi. Næsta mynd er Road House með Gumma Sósu Leikstjóri : Thomas Vinterberg Leikarar : Mad Mikkelsen, Thomas Bo Larsen, Magnus Millang og Lars Ranthe