Dumb And Dumber
Árið 1994 komu þrjár kvikmyndir. Ace Venture Pet Detective, The Mask og Dumb and Dumber. Ég er nokkuð viss um að allir vita nákvæmlega hvað þessar myndir eiga sameiginlegt en það er að sjálfsögðu Jim Carrey, þetta ár gjörsamlega sprengdi allan skalann hjá honum og það voru afskaplega fáar sálir sem vissu ekki hver Jim Carrey væri. Eftir 4 góð ár í Living Color fóru kvikmyndahlutverkin að dælast inn og allt sem gerðist eftir það þekkjum við dálítið vel.