Dumb And Dumber

Árið 1994 komu þrjár kvikmyndir. Ace Venture Pet Detective, The Mask og Dumb and Dumber. Ég er nokkuð viss um að allir vita nákvæmlega hvað þessar myndir eiga sameiginlegt en það er að sjálfsögðu Jim Carrey, þetta ár gjörsamlega sprengdi allan skalann hjá honum og það voru afskaplega fáar sálir sem vissu ekki hver Jim Carrey væri. Eftir 4 góð ár í Living Color fóru kvikmyndahlutverkin að dælast inn og allt sem gerðist eftir það þekkjum við dálítið vel.

Om Podcasten

Sigurjón og Tryggvi horfa vikulega á kvikmynd sem að annar hvor þeirra hefur ekki séð en það verkefni er einfalt þar sem Tryggvi hefur varla séð eina einustu bíómynd. Þeir leggja af stað í leiðangur til að upplýsa Tryggva betur um heim kvikmynda og horfa á allt frá algjöru rusli yfir í íkoniskar kvikmyndir sem allir hafa séð og elska (nema hann)