Elísabet Arna og Back To The Future - #30 IMDB Top 250

Í þessari viku fáum við gest með okkur, sem er gott til að halda geðheilsunni. Hún Elísabet, eða Beta, tók þátt í umræðu um Back To The Future en hún valdi myndina sjálf. Beta stundar BA nám í lögfræði í Bretlandi með áherslu á Media/Entertainment og skilaði nýlega inn verkefni um myndina sem við ræðum. Næsta mynd er The Godfather 2, það er rétt... We're going there.

Om Podcasten

Sigurjón og Tryggvi horfa vikulega á kvikmynd sem að annar hvor þeirra hefur ekki séð en það verkefni er einfalt þar sem Tryggvi hefur varla séð eina einustu bíómynd. Þeir leggja af stað í leiðangur til að upplýsa Tryggva betur um heim kvikmynda og horfa á allt frá algjöru rusli yfir í íkoniskar kvikmyndir sem allir hafa séð og elska (nema hann)