Fast and Furious 8 (Fate of The Furious)

Teymið þarf að berjast við einu manneskjuna sem það sjálft veit að það getur ekki unnið, sjálfan Dominic Torretto. Dom mun aldrei turn his back on family en í þessari mynd verður hann að turn his back on family svo að hann fari ekki að turn his back...on....family? Þetta útskýrist allt vonandi í þættinum.

Om Podcasten

Sigurjón og Tryggvi horfa vikulega á kvikmynd sem að annar hvor þeirra hefur ekki séð en það verkefni er einfalt þar sem Tryggvi hefur varla séð eina einustu bíómynd. Þeir leggja af stað í leiðangur til að upplýsa Tryggva betur um heim kvikmynda og horfa á allt frá algjöru rusli yfir í íkoniskar kvikmyndir sem allir hafa séð og elska (nema hann)