Fast&Furious : Tokyo Drift

Það er komið að síðustu Fast And The Furious myndinni í bíli (pun intended) áður en Sigurjón og Tryggvi missa gjörsamlega allt vit. Strákarnir voru ekki alveg sammála um gæði myndarinnar en voru þó sammála um það að aðalkarakterinn væri hreint og beint drasl. Við hvetjum ykkur að sjálfsögðu til að taka þátt og vera með í áhorfinu. Næsta mynd verður 180 gráðu beygja (þetta er ástæðan fyrir því að við erum að hætta, ég skrifa bara í bíla myndlíkingum) en það er engin önnur en Parasite!

Om Podcasten

Sigurjón og Tryggvi horfa vikulega á kvikmynd sem að annar hvor þeirra hefur ekki séð en það verkefni er einfalt þar sem Tryggvi hefur varla séð eina einustu bíómynd. Þeir leggja af stað í leiðangur til að upplýsa Tryggva betur um heim kvikmynda og horfa á allt frá algjöru rusli yfir í íkoniskar kvikmyndir sem allir hafa séð og elska (nema hann)