Ægir Líndal kíkir í heimsókn

Tryggvi er lasinn þessa vikuna þannig að við frestum John Wick til næsta föstudags. Planið hjá mér og Ægi var að taka Escape From New York en hún var bara svo helvíti léleg að við ákváðum að fara spjalla um hitt og þetta. Indiana Jones, áhrif í kvikmyndagerð og hvað okkur finnst um 2023 er meðal umræðuefna. Þetta er það sem fólk í bransanum kallar "filler episode" og það hafa allir gott af einum þannig, sérstaklega í svona góðum félagskap.

Om Podcasten

Sigurjón og Tryggvi horfa vikulega á kvikmynd sem að annar hvor þeirra hefur ekki séð en það verkefni er einfalt þar sem Tryggvi hefur varla séð eina einustu bíómynd. Þeir leggja af stað í leiðangur til að upplýsa Tryggva betur um heim kvikmynda og horfa á allt frá algjöru rusli yfir í íkoniskar kvikmyndir sem allir hafa séð og elska (nema hann)