Glass Onion - Knives Out 2

Við getum ekki ítrekað það nógu mikið hvað við gjörsamlega eyðileggjum alla myndina ef þú hefur ekki séð hana. Nei, svona í alvörunni. Við gjörsamlega rústum allri upplifuninni og það mun ekkert koma þér á óvart ef þú horfir á hana eftir þáttinn. Það er vissulega fínt ef að þú hatar að láta koma þér á óvart og vilt vita allt sem gerist, svona eins og fólkið sem les wikipedia um þættina/myndina áður en það horfir á hana, þá er þetta þátturinn fyrir þig og auðvitað ef þú hefur séð hana. Allavega....spoiler alert. Næsta mynd er Whiplash

Om Podcasten

Sigurjón og Tryggvi horfa vikulega á kvikmynd sem að annar hvor þeirra hefur ekki séð en það verkefni er einfalt þar sem Tryggvi hefur varla séð eina einustu bíómynd. Þeir leggja af stað í leiðangur til að upplýsa Tryggva betur um heim kvikmynda og horfa á allt frá algjöru rusli yfir í íkoniskar kvikmyndir sem allir hafa séð og elska (nema hann)