Guy Ritchie : Snatch - #127 IMDB Top 250

Við heimsækjum klassíska glæpagrínið Snatch eftir Guy Ritchie. Önnur myndin sem Ritchie leikstýrir en án efa sú allra vinsælasta og mögulega sú allra besta. Í næstu viku ætlum við að hoppa 19 ár fram í tímann og horfa á The Gentlemen, svipuð mynd en hvað hefur breyst í stílnum hans á þessum 19 árum?

Om Podcasten

Sigurjón og Tryggvi horfa vikulega á kvikmynd sem að annar hvor þeirra hefur ekki séð en það verkefni er einfalt þar sem Tryggvi hefur varla séð eina einustu bíómynd. Þeir leggja af stað í leiðangur til að upplýsa Tryggva betur um heim kvikmynda og horfa á allt frá algjöru rusli yfir í íkoniskar kvikmyndir sem allir hafa séð og elska (nema hann)