Happy Gilmore

Á milli hasarmynda færum við okkur yfir í eina klassiska. Við fengum beiðni frá hlustanda um að taka golf mynd þar sem Tryggvi er fyrrverandi atvinnu golfari og Happy Gilmore varð fyrir valinu. Við ræðum ferilinn hans Tryggva, förum yfir hvort að myndin sé raunveruleg eða ekki þegar kemur að íþrótinni sjálfri og Tryggvi lætur Sigurjón velja topp 5 leikara Í næstu viku byrjum við aftur í Fast And The Furious með sjöundu myndinni

Om Podcasten

Sigurjón og Tryggvi horfa vikulega á kvikmynd sem að annar hvor þeirra hefur ekki séð en það verkefni er einfalt þar sem Tryggvi hefur varla séð eina einustu bíómynd. Þeir leggja af stað í leiðangur til að upplýsa Tryggva betur um heim kvikmynda og horfa á allt frá algjöru rusli yfir í íkoniskar kvikmyndir sem allir hafa séð og elska (nema hann)