Þjáningarmánuðurinn : Paranormal Activity

HERE WE GO AGAIN! Annað ár, annar þjáningarmánuður. Þvílík veisla, fyrir ykkur það er að segja ekki okkur. Við gjörsamlega hötum þetta. Ég myndi meira að segja halda því fram að þetta sé versti mánuðurinn fyrir okkur en mögulega besti fyrir ykkur. Við viðurkennum hvað við erum litlir í okkur, tölum um ótta og hrylling og allt sem hræddi okkur sem börn. Næst er The Babadook og svo Martyrs

Om Podcasten

Sigurjón og Tryggvi horfa vikulega á kvikmynd sem að annar hvor þeirra hefur ekki séð en það verkefni er einfalt þar sem Tryggvi hefur varla séð eina einustu bíómynd. Þeir leggja af stað í leiðangur til að upplýsa Tryggva betur um heim kvikmynda og horfa á allt frá algjöru rusli yfir í íkoniskar kvikmyndir sem allir hafa séð og elska (nema hann)