No Country For Old Men - #148 IMDB Top250
Febrúar mánuð árið 2007 komu tvær myndir út sem voru vissulega ólíkar að mörgu leiti en áttu þó ótrúlega mikið sameiginlegt. Báðar kostuðu þær, samkvæmt internetinu, 25 milljón dollara. Þær voru leikstýrðar af leikstjórum sem áttu ótrúlegan feril að baki, þær gerast báðar í Texas, voru teknar upp á sama tíma á sama stað, byggðar á bók og enduðu á því að keppast á óskarnum. Ein fékk bestu mynd, leikstjóra, aukaleikara og handrit (No Country For Old Men, Coen bræðurnir, Javier Bardem) en hin fékk besta aðalleikara (Daniel Day Lewis).Báðar snúast þær um ákveðin tímamót í bandarískri sögu. Blood fjallar um Daniel Plainview sem túlkar einn af þeim sem voru það "heppnir" að finna olíu um árið 1900 og verða mjög ríkir, það ríkir að fjölskyldur þeirra í dag eru enn ríkar og oft nefndar "old money". Bandaríkin breyttust á þessum tíma og hóf sín upphafsskref í þá stöðu sem það er í dag. No Country fjallar um Bandaríkin árið 1980 þegar að hreinna heroin er að byrja að flæða inn í landið frá mexikó og innflytjendurnir eru ekki glæpamenn á götunum heldur orðin stóriðnaður með gríðarlegt fjármagn og alla glæpina sem fylgja því.Það sem samtvinnar þessar myndir þó meira en allt er að þær fjalla í raun báðar um vonda menn á þessum tímum og hvað þessi tvö mismunandi umhverfi hafa skapað þá. Anton Chigurh (Javier Bardem) og Daniel Plainview (Daniel Day-Lewis) eru í dag taldnir vera með á meðal óttalegustu illmenna sem hafa nokkurn tíman komið fram í kvikmyndasögunni og ég er fullkomlega sammála. Hvatin þeirra er ekki hinn sami, einn eltir peninga og vald á meðan að hinn virðist einfaldlega vera ímynd þess sem er að gerast í kringum sig - en báðir eiga þeir það sameiginlegt að þeir láta engan stöðva sig sama hversu langt þeir þurfa að ganga.