Oldboy - #71 IMDB top 250

Við höldum áfram með double þemað frá síðustu viku : Korea og mindfuck. Nú tökum við kvikmyndina Oldboy frá 2003 eftir Park Chan-wook. Þessi mynd hefur löngu fest sig í sess sem ein af must-see kóreskum kvikmyndum og er alls ekki fyrir viðkvæma en það er einmitt það sem Tryggvi er! Mjög, mjög viðkvæm lítil sál og spoiler alert, hann var með bolinn á nefinu allan tímann reiðubúinn að rífa hann upp yfir augun þegar hann gat ekki meira.Mynd næstu viku er engin önnur en óskarsverðlauna myndin Birdman

Om Podcasten

Sigurjón og Tryggvi horfa vikulega á kvikmynd sem að annar hvor þeirra hefur ekki séð en það verkefni er einfalt þar sem Tryggvi hefur varla séð eina einustu bíómynd. Þeir leggja af stað í leiðangur til að upplýsa Tryggva betur um heim kvikmynda og horfa á allt frá algjöru rusli yfir í íkoniskar kvikmyndir sem allir hafa séð og elska (nema hann)