One Flew Over The Cuckoo's Nest - #19 IMDB top 250
One Flew Over The Cuckoo's Nest kom út 1975 - Leikstýrð af Milos Forman með Jack Nicholson, Lousie Fletcher, Christopher Lloyd, Danny Devito, Will Sampson og fleiri. R.P. McMurphy (Nicholson) leikur fyrrverandi stríðsmann úr koreska stríðinu sem á erfitt með að fylgja reglum samfélagsins. Hann hefur ítrekað komist í vandamál við lögin og þarf nú að dvelja í vinnubúðum vegna ítrekaðra glæpa. Hann fær því þá frábæru hugmynd að segjast vera geðveikur svo að hann komist inn á spítala og geti haft það notalegt í stað þess að vinna allan daginn en það sem bíður hans er langt frá því að vera það sem hann bjóst við. Þar bíður hans valdasjúkur hjúkrunarfræðingur, Nurse Ratchet, sem sér heiminn á andstæðan máta við McMurphy. Myndin hefur haft gríðarleg áhrif í gegnum árin en við ræðum það í þættinum.