Sin City

Eftir Spy Kids og El Mariachi þríleikana sína ákvað Robert Rodriguez að nýta allt sem hann hafði lært varðandi tæknibrellur og kvikmyndagerð til að gefa Sin City bókunum líf á stóra skjánum. Verkefnið var ekki einfalt, enda mjög stíliseraðar bækur eftir Frank Miller og lítill peningur til fyrir verkefnið. Það fór þó allt á flug eftir að hann gerði litla prufu (sem er fyrsta atriðið í myndinni) og sendi það á Frank Miller með beiðni um að fá að breyta þessu í mynd í fullri lengd. Það gekk svo vel að Miller ákvað að setjast með honum í leikstjóra stólinn og hjálpa honum við að gera heiminn lifandi og sannur myndasögunni.

Om Podcasten

Sigurjón og Tryggvi horfa vikulega á kvikmynd sem að annar hvor þeirra hefur ekki séð en það verkefni er einfalt þar sem Tryggvi hefur varla séð eina einustu bíómynd. Þeir leggja af stað í leiðangur til að upplýsa Tryggva betur um heim kvikmynda og horfa á allt frá algjöru rusli yfir í íkoniskar kvikmyndir sem allir hafa séð og elska (nema hann)