Sin City
Eftir Spy Kids og El Mariachi þríleikana sína ákvað Robert Rodriguez að nýta allt sem hann hafði lært varðandi tæknibrellur og kvikmyndagerð til að gefa Sin City bókunum líf á stóra skjánum. Verkefnið var ekki einfalt, enda mjög stíliseraðar bækur eftir Frank Miller og lítill peningur til fyrir verkefnið. Það fór þó allt á flug eftir að hann gerði litla prufu (sem er fyrsta atriðið í myndinni) og sendi það á Frank Miller með beiðni um að fá að breyta þessu í mynd í fullri lengd. Það gekk svo vel að Miller ákvað að setjast með honum í leikstjóra stólinn og hjálpa honum við að gera heiminn lifandi og sannur myndasögunni.