Spice World

Heimabíó er í boði Fönix - www.fonixveitingahus.is Við ákváðum að taka blast to the past og heimsækja SPICE WORLD. Þegar að heimurinn var dolfallinn að Spice Girls kom út bókstaflega ótrúleg kvikmynd sem fékk nafnið Spice World. Við bjuggumst við því að þetta yrði gjörsamlegt sorp en raunin var allt önnur, þetta skrímsli af kvikmynd kom okkur báðum á óvart á góðan en samt svo rosalega slæman hátt. Við skiljum ekki enn hvað við vorum að horfa á...

Om Podcasten

Sigurjón og Tryggvi horfa vikulega á kvikmynd sem að annar hvor þeirra hefur ekki séð en það verkefni er einfalt þar sem Tryggvi hefur varla séð eina einustu bíómynd. Þeir leggja af stað í leiðangur til að upplýsa Tryggva betur um heim kvikmynda og horfa á allt frá algjöru rusli yfir í íkoniskar kvikmyndir sem allir hafa séð og elska (nema hann)