The Father - #131 IMDB Top 250

Í þessari viku tökum við fyrir myndina The Father frá 2020 með Anthony Hopkins og Olivia Colman í aðalhlutverki. Anthony Hopkins fer með hlutverk hins 82 ára gamla Anthony sem er kominn með vitglöp/dementia og neitar allir aðstoð frá dóttir sinni og þeirri hjálp sem hún reynir að ráða inn sér til aðstoðar. Þessi kvikmynd hefur því miður farið framhjá mörgum en er að okkar mati með betri sem við höfum horft á í langan tíma. Anthony Hopkins var tilnefndur til óskars og réttilega vann en hann fer með stórleik, hverjum hefði dottið í hug að maðurinn myndi peak-a sem leikari á 82 ára aldri? Ef þú hefur ekki séð þessa mynd þá mælum við sterklega með því að horfa á hana þar sem myndin er einstök og ótrúlega ruglandi, sem leiðir eiginlega til þess að þátturinn verði það líka. Njótið, í næstu viku verður endurútgefinn Wicker Man þátturinn þar sem við erum að henda okkur í sumarfrí erlendis.

Om Podcasten

Sigurjón og Tryggvi horfa vikulega á kvikmynd sem að annar hvor þeirra hefur ekki séð en það verkefni er einfalt þar sem Tryggvi hefur varla séð eina einustu bíómynd. Þeir leggja af stað í leiðangur til að upplýsa Tryggva betur um heim kvikmynda og horfa á allt frá algjöru rusli yfir í íkoniskar kvikmyndir sem allir hafa séð og elska (nema hann)