The Godfather - #2 IMDB top 250

Það er komið að henni, hinni einu sönnu Godfather. Ein besta kvikmynd sem nokkurn tíman hefur verið sett á filmu með meisturunum Marlon Brando, Al Pacino, Diane Keaton, Robert Duvall, James Caan og fleirum. The Godfather kom út 1972 en stendur enn á toppnum í 2. sæti yfir Topp 250 lista IMDB. Tryggvi hafði ekki séð hana og því var að sjálfsögðu breytt. Eftirherma vikunnar er á sínum stað og helling af mögnuðum sögum um framleiðsluna sjálfa sem eru nánast lygilegar.Næsta mynd er Saw eftir James Wan frá 2004

Om Podcasten

Sigurjón og Tryggvi horfa vikulega á kvikmynd sem að annar hvor þeirra hefur ekki séð en það verkefni er einfalt þar sem Tryggvi hefur varla séð eina einustu bíómynd. Þeir leggja af stað í leiðangur til að upplýsa Tryggva betur um heim kvikmynda og horfa á allt frá algjöru rusli yfir í íkoniskar kvikmyndir sem allir hafa séð og elska (nema hann)