The World's End (Cornetto Trilogy)
Þríleikur Edgar Wright og Simon Pegg hófst árið 2004 og lauk 2013 með stór sprengjunni The World's End. Margir telja þessa mynd vera slakari en forverarar sínir en við förum yfir það í þættinum og hvernig endurtekin áhorf mögulega gera hana að sterkustu myndinni í þríleiknum, þegar að sjokkið yfir 180° beygjunni í söguþræðinum kemur manni ekki lengur á óvart. Við ræðum líka aðeins Shaun of The Dead og Hot Fuzz þar sem við höfum báðir séð þær, þannig að þessi þáttur er meira og minna bara Cornetto þríleikurinn eins og hann leggur sig. Njótið og í næstu viku verður DIRTY HARRY