Zoolander

Eftir megahittarana There's Something About Mary, Meet The Parents og leikstjórn á Cable Guy (hey, hún græddi pening...) sneri Ben Stiller aftur á stóra skjáinn sem karakterinn Zoolander. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem hann hafði leikið karakterinn og ekki síðasta, því miður, en nokkrum árum áður fæddist Derek Zoolander á VH1 Fashion Awards í formi sketsa sem gerðu grín að bransanum sem var verið að verðlauna. Líkt og fyrri myndir Stiller sló Zoolander í gegn, græddi slatta af pening og stendur enn sterk 22 árum síðar.

Om Podcasten

Sigurjón og Tryggvi horfa vikulega á kvikmynd sem að annar hvor þeirra hefur ekki séð en það verkefni er einfalt þar sem Tryggvi hefur varla séð eina einustu bíómynd. Þeir leggja af stað í leiðangur til að upplýsa Tryggva betur um heim kvikmynda og horfa á allt frá algjöru rusli yfir í íkoniskar kvikmyndir sem allir hafa séð og elska (nema hann)