Zoolander
Eftir megahittarana There's Something About Mary, Meet The Parents og leikstjórn á Cable Guy (hey, hún græddi pening...) sneri Ben Stiller aftur á stóra skjáinn sem karakterinn Zoolander. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem hann hafði leikið karakterinn og ekki síðasta, því miður, en nokkrum árum áður fæddist Derek Zoolander á VH1 Fashion Awards í formi sketsa sem gerðu grín að bransanum sem var verið að verðlauna. Líkt og fyrri myndir Stiller sló Zoolander í gegn, græddi slatta af pening og stendur enn sterk 22 árum síðar.