04 – Mjóifjörður

Í þættinum heyrum við í tveimur Mjófirðingum. Okkur þykir sérstaklega vænt um Mjóafjörð, enda er þar að finna einn augljósasta heimsenda fjórðungsins: Dalatanga. Við heyrum í vitaverðinum sem segist ekki vera skurðlæknir en þarf engu að síður að bjarga sér við aðstæður þar sem við flest köllum til allskyns sérfræðinga. Við hringjum í Fúsa á […]

Om Podcasten

Heimsendi er hlaðvarpsþáttur hjónanna Jóns Knúts Ásmundssonar og Estherar Aspar Gunnarsdóttur. Þau hafa áhuga á flestu nema því að þrífa bílinn sinn og reikna má með fjölbreyttum efnistökum. Austfirskt samfélag, austfirskar konur og menn verða í brennidepli en ekki reikna með aflatölum eða stöðu austfirskra knattspyrnufélaga í deildinni – slíkar upplýsingar finnur þú annars staðar. Hér verða fínni þræðir raktir upp og sérvisku þáttastjórnenda gefinn laus taumurinn.