05 – Atlavík

Hinn eini sanni Ringo Starr, trommari Bítlanna, kemur við sögu í nýjasta þætti Heimsenda. Þar segir líka frá ungum ræstitækni og því hvernig leiðir þessarra tveggja manna lágu saman – eða næstum því.  Atlavíkurhátíðarnar eru sveipaðar dýrðlegum nostalgíuljóma í huga margra sem þær sóttu. Hátíðin sem fram fór árið 1984 er sú sem flestir þekkja til […]

Om Podcasten

Heimsendi er hlaðvarpsþáttur hjónanna Jóns Knúts Ásmundssonar og Estherar Aspar Gunnarsdóttur. Þau hafa áhuga á flestu nema því að þrífa bílinn sinn og reikna má með fjölbreyttum efnistökum. Austfirskt samfélag, austfirskar konur og menn verða í brennidepli en ekki reikna með aflatölum eða stöðu austfirskra knattspyrnufélaga í deildinni – slíkar upplýsingar finnur þú annars staðar. Hér verða fínni þræðir raktir upp og sérvisku þáttastjórnenda gefinn laus taumurinn.