06 – Aðdáandinn I

Öll erum við einhvers konar aðdáendur. Sum okkar dást afsakandi og í laumi en önnur einlæglega og fyrir algjörlega galopnum tjöldum.  Í kvöld tökum við tali fölskvalausa Take that-fanatíkerinn Bylgju Borgþórsdóttur. Fyrir tveimur vikum hélt þessi dagfarsprúða kona til Köben þar sem hún sá drengina sína stíga á stokk í fjórða sinn. Já og fimmta […]

Om Podcasten

Heimsendi er hlaðvarpsþáttur hjónanna Jóns Knúts Ásmundssonar og Estherar Aspar Gunnarsdóttur. Þau hafa áhuga á flestu nema því að þrífa bílinn sinn og reikna má með fjölbreyttum efnistökum. Austfirskt samfélag, austfirskar konur og menn verða í brennidepli en ekki reikna með aflatölum eða stöðu austfirskra knattspyrnufélaga í deildinni – slíkar upplýsingar finnur þú annars staðar. Hér verða fínni þræðir raktir upp og sérvisku þáttastjórnenda gefinn laus taumurinn.