11 – Tónlistartrúnó III

Við ætlum að spjalla saman um stjörnuna og poppkúlturfyrirbærið Britney Spears. Einn okkar rekur ferilinn hennar og hinir grípa fram í og gjamma eitthvað. Umsjón: Jón Knútur Ásmundsson, Orri Smárason og Sigurður Ólafsson. 

Om Podcasten

Heimsendi er hlaðvarpsþáttur hjónanna Jóns Knúts Ásmundssonar og Estherar Aspar Gunnarsdóttur. Þau hafa áhuga á flestu nema því að þrífa bílinn sinn og reikna má með fjölbreyttum efnistökum. Austfirskt samfélag, austfirskar konur og menn verða í brennidepli en ekki reikna með aflatölum eða stöðu austfirskra knattspyrnufélaga í deildinni – slíkar upplýsingar finnur þú annars staðar. Hér verða fínni þræðir raktir upp og sérvisku þáttastjórnenda gefinn laus taumurinn.