13 – Tónspil

Verslunin Tónspil í Neskaupstað mun loka á næsta ári. Þessu fylgir talsverð melankólía fyrir okkur félagana, blönduð hlýrri nostalgíu. Við spjöllum um þessa stórmerkilegu verslun og þau áhrif sem hún hefur haft á líf okkar. Umsjón: Sigurður Ólafsson, Orri Smárason og Jón Knútur Ásmundsson. 

Om Podcasten

Heimsendi er hlaðvarpsþáttur hjónanna Jóns Knúts Ásmundssonar og Estherar Aspar Gunnarsdóttur. Þau hafa áhuga á flestu nema því að þrífa bílinn sinn og reikna má með fjölbreyttum efnistökum. Austfirskt samfélag, austfirskar konur og menn verða í brennidepli en ekki reikna með aflatölum eða stöðu austfirskra knattspyrnufélaga í deildinni – slíkar upplýsingar finnur þú annars staðar. Hér verða fínni þræðir raktir upp og sérvisku þáttastjórnenda gefinn laus taumurinn.