15 – Orri opnar sig

Í þættinum segir Orri Smárason tónlistarlega ævisögu sína, fer yfir sinn “heimavöll” eins og hann orðar það sjálfur. Með honum eru að venju Sigurður Ólafsson og Jón Knútur Ásmundsson.

Om Podcasten

Heimsendi er hlaðvarpsþáttur hjónanna Jóns Knúts Ásmundssonar og Estherar Aspar Gunnarsdóttur. Þau hafa áhuga á flestu nema því að þrífa bílinn sinn og reikna má með fjölbreyttum efnistökum. Austfirskt samfélag, austfirskar konur og menn verða í brennidepli en ekki reikna með aflatölum eða stöðu austfirskra knattspyrnufélaga í deildinni – slíkar upplýsingar finnur þú annars staðar. Hér verða fínni þræðir raktir upp og sérvisku þáttastjórnenda gefinn laus taumurinn.