16 – Jón opnar sig

Jón fer á flug og sálgreinir sjálfan sig og mannkynið með hjálp tónlistarinnar. Með honum eru náttúrulega góðvinirnir Orri og Siggi sem kasta vel völdum sprekum á eldinn óaðfinnanlega.

Om Podcasten

Heimsendi er hlaðvarpsþáttur hjónanna Jóns Knúts Ásmundssonar og Estherar Aspar Gunnarsdóttur. Þau hafa áhuga á flestu nema því að þrífa bílinn sinn og reikna má með fjölbreyttum efnistökum. Austfirskt samfélag, austfirskar konur og menn verða í brennidepli en ekki reikna með aflatölum eða stöðu austfirskra knattspyrnufélaga í deildinni – slíkar upplýsingar finnur þú annars staðar. Hér verða fínni þræðir raktir upp og sérvisku þáttastjórnenda gefinn laus taumurinn.