Friðarráðstefna í Reykjavík, breskir Íhaldsmenn hrökkva til hægri

Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, var gestur Heimsgluggans og ræddi friðarráðstefnu Höfða, friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands, sem fer fram í Iðnó í dag. Bogi Ágústsson, Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu svo um leiðtogakjör í breska Íhaldsflokknum þar sem almennir félagar kjósa leiðtoga í stað Rishi Sunaks. Eftir kosningar í þingflokknum standa eftir Kemi Badenoch og Robert Jenrick sem bæði eru úr hægri armi flokksins. Fréttaskýrendur telja að bæði Frjálslyndir demókratar og Verkamannaflokksmenn fagni því að Íhaldsflokkurinn taki hægri beygju.

Om Podcasten

Bogi Ágústsson ræðir um erlend málefni