„Grænland verður sjálfstætt fyrr eða síðar“
Rasmus Gjedssø Bertelsen, prófessor í norðurslóðafræðum við háskólann í Tromsø, telur að Grænlendingar verði sjálfstæð þjóð í framtíðinni. Hann telur Bandaríkjamenn þegar hafa allan rétt á Grænlandi sem þeir óski og Danir hafi alltaf uppfyllt allar óskir þeirra, meðal annars leyft kjarnorkuvopn í herstöðinni í Thule. Þeir hafi logið um það bæði að dönsku þjóðinni og Grænlendingum. Ásælni Trumps Bandaríkjaforseta í innlimun Grænlands sé sálfræðilegs eðlis. Bertelsen var gestur í Heimsglugganum.