Lichtman spáir Harris sigri, hlutleysi Sviss og Farage í þinginu

Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu margt í Heimsglugga vikunnar á Morgunvakt Rásar-1. Nefna má hlutleysi Sviss, norrænan sjónvarpsþátt um öryggismál á Norðurlöndum eftir innrás Rússa í Úkraínu og inngöngu Finna og Svía í NATO. Við heyrðum í nýjum sænskum utanríkisráðherra, Nigel Farage í breska þinginu og Allan Lichtman, sem hefur reynst sannspár um úrslit forsetakosninga í Bandaríkjunum síðastliðin 40 ár. Lichtman er sagnfræðingur og prófessor við American University í Washington DC og spádómar hans vekja alltaf mikla athygli vestan hafs. Hann spáir Kamölu Harris sigri í kosningunum í nóvember. Í lokin heyrðum við Erlu Þorsteinsdóttur syngja ,,Draum fangans“ eftir Tólfta september, Freymóð Jóhannesson.

Om Podcasten

Bogi Ágústsson ræðir um erlend málefni