198 - Tvennar forsetakosningar þann 5. nóvember

Við ætlum að beina sjónum okkar í þættinum í dag að forsetakosningum sem fóru fram þann 5.nóvember síðastliðinnn. Þar mættust annars vegar auðkýfingur og erfingi viðskiptaveldis, og hins vegar lögræðingur með áherslu á refsirétt og bakgrunn í pólitík. Þarna erum við að sjálfsögðu að tala um nýafstaðnar forsetakosningar í kyrrahafsríkinu Palau, þar sem mágar börðust um embættið. En svo kusu Bandaríkjamenn sér líka forseta í vikunni. Donald Trump verður annar forsetinn í sögunni sem gegnir forsetaembættinu tvisvar, tvö aðskilin kjörtímabil. Við skoðum söguna og fyrstu verkefni Trumps. Heyrum í Ólafi Jóhanni Ólafssyni sem spáir með okkur í spilinn fyrir komandi stjórnartíð.

Om Podcasten

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.