3. þáttur - ferskir ostar
Smáþáttaröðin Heimur ostanna var á sínum stað í dag þar sem þau Svavar Halldórsson og Eirný Sigurðardóttir leiða okkur inní undraveröld ostanna. Ostur er ekki bara ostur, eins og við höfum heyrt í undanförnum tveimur þáttum. Í þessum þriðja þætti tala þau um ferska osta, hvaða ostar falla inn í þann flokk, hvað einkennir þá, hvernig þeir eru búnir til og hvað er best að drekka með þeim.