4. þáttur - Hvítmygluostar

Í dag fengum við fjórða þáttinn í smáþáttaröðinni Heimur ostanna, í dag fjölluðu þau Svavar Halldórsson og Eirný Sigurðardóttir um Camenbert, Brie og aðra hvítmygluosta. Hvaðan þeir koma, hvað einkennir þá og hvernig er best að njóta þeirra?. Ostaunnendur og sælkerar leggið við hlustir.

Om Podcasten

Skemmtileg smáþáttaröð í umsjá ostaáhugafólksins Svavars Halldórssonar og Eirnýjar Sigurðardóttur. Þar leiða þau hlustendur um undraveröld ostanna.