Mjólkin er undirstaða ostagerðar

Við fengum í dag annan þáttinn í smáþáttaröðinni Heimur ostanna, í umsjón matgæðingsins Svavars Halldórssonar og ostasérfræðingsins Eirnýjar Sigurðardóttur þar sem þau leiða hlustendur um undraveröld ostanna. Í öðrum þætti tala þau um mjólk sem að sjálfsögðu er undirstaða allrar ostagerðar í heiminum. Kúamjólk, geitamjólk, sauðamjólk og kaplamjólk. Hvað er líkt og hvað er ólíkt? Hvaða máli skiptir mjólkin við að skapa leyndardóma ostanna?

Om Podcasten

Skemmtileg smáþáttaröð í umsjá ostaáhugafólksins Svavars Halldórssonar og Eirnýjar Sigurðardóttur. Þar leiða þau hlustendur um undraveröld ostanna.