Upphaf ostagerðar
Heimur ostanna eru skemmtileg smáþáttaröð í umsjá ostaáhugafólksins Svavars Halldórssonar og Eirnýjar Sigurðardóttur. Þar leiða þau hlustendur um undraveröld ostanna. Í þessum fyrsta þætti fara þau Svavar og Eirný yfir upphaf ostagerðar, söguna og mismunandi aðferðir. Móngólskar hersveitir, gómsæt gerjun, skyr, osta-sæla og ávanabindandi eiginleikar er meðal þess sem þau drepa á í þessum fyrsta þætti.