Hinir íslensku náttúrufræðingar - Ólafur Ingólfsson, jarðfræðingur

Ólafur Ingólfsson, jarðfræðingur, hefur farið víða til að stunda rannsóknir og vísindastörf en viðfangsefni hans eru einkum á sviði jarðsögu og jöklajarðfræði á heimskautasvæðunum. Hann hefur farið í leiðangra til Suðurskautslandsins og dvalið langdvölum á Svalbarða en hann hefur einnig stundað rannsóknir í Síberíu og Kalahari eyðimörkinni. Samt ætlaði Ólafur ekki að verða náttúrufræðingur í upphafi.

Om Podcasten

Í hlaðvarpinu Hinir íslensku náttúrufræðingar hittum við íslenska náttúrufræðinga, kynnumst rannsóknum þeirra og störfum heima og erlendis, ástríðu þeirra fyrir náttúru og ævintýrum sem þeir hafa ratað í. Hafdís Hanna Ægisdóttir, plöntuvistfræðingur, og Helena Westhöfer Óladóttir, umhverfisfræðingur, halda úti hlaðvarpinu fyrir hönd Hins íslenska náttúrufræðifélags en eitt helsta markmið félagsins er að glæða áhuga og auka þekkingu á öllu sem viðkemur náttúru.