Hinir íslensku náttúrufræðingar - Þóra Ellen Þórhallsdóttir, grasafræðingur

Þóra Ellen Þórhallsdóttir er prófessor í grasafræði við Háskóla Íslands. Hún hefur stundað rannsóknir á náttúru Íslands um árabil og er mörgum að góðu kunn fyrir framlag sitt til náttúruverndar. Í hlaðvarpinu segir hún okkur frá námsferli sínum, störfum og rannsóknum á hálendi Íslands og víðar.

Om Podcasten

Í hlaðvarpinu Hinir íslensku náttúrufræðingar hittum við íslenska náttúrufræðinga, kynnumst rannsóknum þeirra og störfum heima og erlendis, ástríðu þeirra fyrir náttúru og ævintýrum sem þeir hafa ratað í. Hafdís Hanna Ægisdóttir, plöntuvistfræðingur, og Helena Westhöfer Óladóttir, umhverfisfræðingur, halda úti hlaðvarpinu fyrir hönd Hins íslenska náttúrufræðifélags en eitt helsta markmið félagsins er að glæða áhuga og auka þekkingu á öllu sem viðkemur náttúru.