Hinir íslensku náttúrufræðingar - Rannveig Guicharnaud, jarðvegsfræðingur

Hvað eiga jarðvegur, Evrópusambandið og þríþraut sameiginlegt? Jú, þau hafa notið krafta Rannveigar Guicharnaud, jarðvegsfræðings. Hún lætur ekki landamæri eða tungumál stöðva sig og hefur sinnt margvíslegum verkefnum á sviði jarðvegsfræði, kortlagningu og samráðs. En Rannveig er einnig margfaldur Íslandsmeistari í þríþraut og hefur staðið á verðlaunapalli heima og erlendis í ófá skipti.

Om Podcasten

Í hlaðvarpinu Hinir íslensku náttúrufræðingar hittum við íslenska náttúrufræðinga, kynnumst rannsóknum þeirra og störfum heima og erlendis, ástríðu þeirra fyrir náttúru og ævintýrum sem þeir hafa ratað í. Hafdís Hanna Ægisdóttir, plöntuvistfræðingur, og Helena Westhöfer Óladóttir, umhverfisfræðingur, halda úti hlaðvarpinu fyrir hönd Hins íslenska náttúrufræðifélags en eitt helsta markmið félagsins er að glæða áhuga og auka þekkingu á öllu sem viðkemur náttúru.