#4 - Heldur núverandi keppnisflokkakerfi aftur af þróun á Íslandi?

Í þessum þætti ræðum við núverandi keppnisflokkafyrirkomulag og veltum fyrir okkur stöðu masters-flokka og hvort þeir haldi jafnvel aftur af þróun hér á landi. Farið er yfir ráðningu nýs afreksstjóra HRÍ og hvernig landsliðið geti virkað sem gulrót á stærri hóp en hefur verið. Við förum líka yfir erlendar keppnir og hvort yfirfæra megi árangur Quicksteps á íslenska keppnislandslagið. Við rennum einnig yfir það hvað sé framundan á erlendum vettvangi. Gleðilega páska.

Om Podcasten

Spjall um allt tengt hjólreiðum, en þó með fókus á keppnishjólreiðar hér heima og erlendis. - hjolafrettir.is