#38 Sigmar Guðmundsson: hvernig hlaupin geta hjálpað í batanum við fíknisjúkdóm

Í 38# þætti af Hlaupalíf Hlaðvarp fengum við fjölmiðlamanninn, frambjóðandann en fyrst og fremst HLAUPARANN Sigmar Guðmundsson til okkar í settið. Við í Hlaupalíf höfum alltaf haft áhuga á að heyra hvernig fólk vinnur úr alcoholisma eða öðrum fíknisjúkdómi með hlaupum og hvernig þau geta stuðlað að breyttum lífsstíl með einum eða öðrum hætti. Slíkt hefur svo sannarlega hefur gerst hjá Sigmari sem er orðinn dolfallinn utanvegahlaupari. Kannski getur þessi saga hjálpað öðrum í sambærilegum aðstæðum eða verið einhverskonar hvatning fyrir fólk í sambærilegum aðstæðum. Það fer nefnilega ekki á milli að Sigmar elskar að hlaupa. Hlaupaáhuginn og ástríðan hreinlega skín í gegn. Þátturinn hefst á almennum umræðum okkar í Hlaupalíf um helstu fréttir og málefni líðandi stundar en spjallið við Sigmar byrjar eftir rúmar 23 mín.  Þátturinn er í boði, Serrano, verslunarinnar Sportvörur og www.sjalfsbetrun.is

Om Podcasten

Verið hjartanlega velkomin í hlaðvarpsþáttinn “Hlaupalíf”. Við erum Elín Edda og Vilhjálmur Þór og við höfum ástríðu fyrir hlaupum. Hér verður fjallað um allt á milli himins og jarðar um hvað eina sem tengist hlaupum; æfingar, markmið, næring, keppnishlaup og almenningshlaup og auðvitað undirbúningur fyrir hlaup . Einnig verður fjallað almennt um líkamsrækt, æfingamagnið, þjálfun með púlsmæli, hlaupastíllinn(mikilvægt!), mataræði, meiðsli og fyrirbyggjandi aðgerðir og MARGT FLEIRA! Tune in!