Fjármálamarkaðir, hagkerfið og vextir - Agnar Tómas Möller

Agnar Tómas Möller er forstöðumaður skuldabréfa og markaða hjá Júpíter. Hann er einnig annar stofnenda Gamma og starfaði þar sem sjóðstjóri og framkvæmdastjóri sjóða frá árinu 2009. Hann hefur starfað á íslenskum fjármálamarkaði frá árinu 2001 er hann starfaði í greiningardeild Búnaðarbanka Íslands. Á árunum 2004–2006 starfaði hann í áhættustýringu Kaupþings og frá árinu 2006 til byrjun árs 2008 í skuldabréfamiðlun Kaupþings. Agnar er með M.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Í þessu samtali ræddum við um stöðu markaða, vaxtaþróun í heiminum, inngrip seðlabanka, aukin ríkisútgjöld, hraða niðursveiflunnar og að sjálfsögðu íslensku krónuna.

Om Podcasten

Hlaðvarp Rafmyntaráðs fjallar um fjármálakerfið og tækni, ásamt hugvekju um ýmis mál.