Hinn raunverulegi Móglí

Þetta er sagan af Dina Sanichar sem fannst í frumskógi í Indlandi þegar hann var sex eða sjö ára. Hann var villibarn en það er mannabarn sem hefur búið langt frá samfélagi manna í langan tíma, jafnvel frá því það fæddist. Villibörn hafa lært að komast af í óbyggðum og oftar en ekki alist upp meðal dýra, til dæmis úlfa, apa, hunda, bjarna eða jafnvel hænsna. Dina Sanichar ólst upp á meðal úlfa margir halda að persónan Móglí sé byggð á honum enda eru mikil líkindi með sögum þeirra. Í ljósi krakkasögunnar eru þættir sem fjalla um krakka sem hafa skráð nöfn sín á spjöld sögunnar. Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Om Podcasten

„Hlustaðu nú!" er þáttaröð fyrir krakka og fjölskyldur til að hlusta á saman, í sitthvoru lagi, í bílnum, uppi í rúmi, inni í tjaldi, á ferð og flugi eða bara heima í rólegheitum. Þema þáttanna verður margbreytilegt, eins og heimurinn sem við búum í. Sannar og skáldaðar sögur, tónlist, íþróttir og leikir, dularfullar ráðgátur og allt þar á milli. Og hlustaðu nú! Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.