Ida Lewis

Þetta er sagan af Idu Lewis, hugrökkustu stelpu Ameríku, eins og margir hafa kallað hana. Hún fæddist á nítjándu öld og bjó á eyju í Rhode Island í Bandaríkjunum þar sem pabbi hennar var vitavörður. Fjórtán ára var hún orðin þekkt sem besta sundkona svæðisins og var líka frábær í að róa árabát. Hún fylgdist vel með umferðinni í höfninni og var fyrst á staðinn ef einhver lenti í háska. Við heyrum af hennar frægustu björgunarafrekum þar sem hún náði, ein síns liðs, að bjarga ótalmörgum mannslífum í brjáluðu veðri og öldugangi. Í ljósi krakkasögunnar eru þættir sem fjalla um krakka sem hafa skráð nöfn sín á spjöld sögunnar. Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Om Podcasten

„Hlustaðu nú!" er þáttaröð fyrir krakka og fjölskyldur til að hlusta á saman, í sitthvoru lagi, í bílnum, uppi í rúmi, inni í tjaldi, á ferð og flugi eða bara heima í rólegheitum. Þema þáttanna verður margbreytilegt, eins og heimurinn sem við búum í. Sannar og skáldaðar sögur, tónlist, íþróttir og leikir, dularfullar ráðgátur og allt þar á milli. Og hlustaðu nú! Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.