Iqbal Masih

Þetta er sagan af Iqbal Masih, pakistönskum dreng sem var þræll í teppaverksmiðju frá því hann var fjögurra ára þangað til hann flúði þaðan tíu ára. Hann gerðist svo aktívisti eða aðgerðarsinni gegn barnaþrælkun í Pakistan og um heim allan. Það er talið að hann hafi hjálpað um þrjú þúsund börnum í Pakistan að losna undan vinnuþrælkun. Í ljósi krakkasögunnar eru þættir sem fjalla um krakka sem hafa skráð nöfn sín á spjöld sögunnar. Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Om Podcasten

„Hlustaðu nú!" er þáttaröð fyrir krakka og fjölskyldur til að hlusta á saman, í sitthvoru lagi, í bílnum, uppi í rúmi, inni í tjaldi, á ferð og flugi eða bara heima í rólegheitum. Þema þáttanna verður margbreytilegt, eins og heimurinn sem við búum í. Sannar og skáldaðar sögur, tónlist, íþróttir og leikir, dularfullar ráðgátur og allt þar á milli. Og hlustaðu nú! Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.