Popptónlist

Hvað er popptónlist? Hvers vegna er popptónlist vinsælasti tónlistarstíllinn í útvarpi? Hvers konar hljóðfæri eru algengust? Hverjir eru frægustu popparar eða popphljómsveitir allra tíma? Um hvað er popptónlist? Og hvers vegna í ósköpunum heitir þetta popp....tónlist? Í þessum þætti fáum við svör við öllum þessum spurningum og hlustum á góða popptónlist. Sérfræðingur þáttarins er Hildur Kristín Stefánsdóttir, popptónlistarkona Hugleiðingar um popptónlist frá tónmenntanemendum í Ísakskóla. Þátturinn var áður á dagskrá í janúar 2019. Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Om Podcasten

„Hlustaðu nú!" er þáttaröð fyrir krakka og fjölskyldur til að hlusta á saman, í sitthvoru lagi, í bílnum, uppi í rúmi, inni í tjaldi, á ferð og flugi eða bara heima í rólegheitum. Þema þáttanna verður margbreytilegt, eins og heimurinn sem við búum í. Sannar og skáldaðar sögur, tónlist, íþróttir og leikir, dularfullar ráðgátur og allt þar á milli. Og hlustaðu nú! Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.