Ruby Bridges

Þetta er sagan af Ruby Bridges, sex ára hugrakkri stelpu sem breytti heiminum. Hún varð fyrir fordómum þegar hún var fyrsta svarta barnið í suðurríkjum Bandaríkjanna til að ganga í skóla sem hafði áður bara verið fyrir hvít börn. Fullorðið fólk sem var svo blindað af fordómum og hatri ætlaði að banna henni að mæta í skólann. En hún lét það ekki stoppa sig! Í ljósi krakkasögunnar eru þættir sem fjalla um krakka sem hafa skráð nöfn sín á spjöld sögunnar. Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Om Podcasten

„Hlustaðu nú!" er þáttaröð fyrir krakka og fjölskyldur til að hlusta á saman, í sitthvoru lagi, í bílnum, uppi í rúmi, inni í tjaldi, á ferð og flugi eða bara heima í rólegheitum. Þema þáttanna verður margbreytilegt, eins og heimurinn sem við búum í. Sannar og skáldaðar sögur, tónlist, íþróttir og leikir, dularfullar ráðgátur og allt þar á milli. Og hlustaðu nú! Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.