Tilly Smith

Þetta er sagan af Tilly Smith, breskri stelpu sem breyttist í hetju á einu andartaki á annan í jólum árið 2004. Hún var stödd með fjölskyldu sinni á strönd í Taílandi þegar risavaxin skjálftaflóðbylgja skall á ströndinni og skildi eftir sig mikla eyðileggingu og dauða. Tilly tókst að bjarga fjölskyldunni sinni og öllum á hótelströndinni frá flóðbylgjunni, en hvernig? Í ljósi krakkasögunnar eru þættir sem fjalla um krakka sem hafa skráð nöfn sín á spjöld sögunnar. Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Om Podcasten

„Hlustaðu nú!" er þáttaröð fyrir krakka og fjölskyldur til að hlusta á saman, í sitthvoru lagi, í bílnum, uppi í rúmi, inni í tjaldi, á ferð og flugi eða bara heima í rólegheitum. Þema þáttanna verður margbreytilegt, eins og heimurinn sem við búum í. Sannar og skáldaðar sögur, tónlist, íþróttir og leikir, dularfullar ráðgátur og allt þar á milli. Og hlustaðu nú! Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.