Hvað er laser?

Húðlæknar vinna mikið með lasermeðferðir í daglegu starfi. Bæði er hægt að nota laser í læknisfræðilegum tilgangi, sem og til að sporna við öldrun húðarinnar. Í þessum þætti útskýrum við í einföldu máli hvað laser er, hvernig hann virkar og hvað er hægt að meðhöndla með laserum.

Om Podcasten

Húðkastið er podkastþáttur Húðlæknastöðvarinnar um allt sem viðkemur húð, frá húðvandamálum til fegrunaraðgerða og allt þar á milli. Við heitum Ragna Hlín, Jenna Huld og Arna Björk og við erum húðlæknar með brennandi áhuga á húðinni.