Að klífa tré til fiskveiða 缘木求鱼

Saga þessa málsháttar á upptök sín alla leið aftur á Tímabili hinna stríðandi ríkja, í hinu langlífa Zhou-veldi. Langfrægastur allra frá þessu tímabili var Konfúsíus og þekktasti fylgismaður Konfúsíusar var Mensíus sem Kínverjar kalla Mèngzǐ. Mèngzǐ var frá Qí-veldi, þar sem í dag er Shandong-hérað, og var hann oft boðaður á fund stórhuga konungsins í höllinni til ráðlegginga. Málsháttur dagsins er beint úr samnefndri bók hans sem kallast Mèngzǐ.  Þátturinn er þýddur og birtur með leyfi Lazlo Montgomery hjá ©Teacup Media.

Om Podcasten

Í aust­­­­­ur­­­­­vegi er hlað­varps­þáttur sem fjallar um Kína og menn­ingu lands­ins. Í þátt­unum eru helstu sér­­­­­fræð­ingar lands­ins þegar það kemur að mál­efnum Kína og Íslands fengnir til við­tals. Einnig birt­­­­­ast pistlar um sagn­fræði, menn­ingu Kína og hina ýmsu áhuga­verðu ein­stak­l­inga sem koma það­­­­­an. Umsjón með hlað­varp­inu hafa Magnús Björns­­­­­son, Þorgerður Anna Björnsdóttir og Dan­íel Berg­­­­­mann.