Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛

Kínverski málsháttur dagsins er mikið notaður og í uppáhaldi hjá mörgum. Sagan á bakvið hann hefst fyrir rétt tæpum 1400 árum síðan. Sjöunda öldin var upphaf hins mikilfenglega Tang-veldis og kemur keisarinn sjálfur við sögu en aðalhetjan var embættismaður frá svæði sem var í kringum Yunnan og Búrma samtímans. Þessum embættismanni var falið af konungi sínum að koma sér í mjúkinn hjá Tang-keisaranum og votta honum virðingu sína með því að koma með gjafir og hneigja sig fyrir honum. En ekki fór allt sem skyldi. Þátturinn er þýddur og birtur með leyfi Lazlo Montgomery hjá ©Teacup Media.

Om Podcasten

Í aust­­­­­ur­­­­­vegi er hlað­varps­þáttur sem fjallar um Kína og menn­ingu lands­ins. Í þátt­unum eru helstu sér­­­­­fræð­ingar lands­ins þegar það kemur að mál­efnum Kína og Íslands fengnir til við­tals. Einnig birt­­­­­ast pistlar um sagn­fræði, menn­ingu Kína og hina ýmsu áhuga­verðu ein­stak­l­inga sem koma það­­­­­an. Umsjón með hlað­varp­inu hafa Magnús Björns­­­­­son, Þorgerður Anna Björnsdóttir og Dan­íel Berg­­­­­mann.