Eitt veðmál, eitt teningakast 孤注一掷

Saga þessa málsháttar er frá tímum Song-veldisins sem frægt var fyrir öflug viðskipti og efnahag, menningarlíf, matargerðarlist og fjölmargt fleira. En þrátt fyrir þetta mikla blómaskeið var Song-veldi raunar umkringt óvinum. Við fylgjumst með viðbrögðum Zhēnzōng keisara og ráðgjafa hans þegar Khitanar úr Liao-veldi norðursins gera innrás, sumarið 1004. Þátturinn er þýddur og birtur með leyfi Lazlo Montgomery hjá ©Teacup Media.

Om Podcasten

Í aust­­­­­ur­­­­­vegi er hlað­varps­þáttur sem fjallar um Kína og menn­ingu lands­ins. Í þátt­unum eru helstu sér­­­­­fræð­ingar lands­ins þegar það kemur að mál­efnum Kína og Íslands fengnir til við­tals. Einnig birt­­­­­ast pistlar um sagn­fræði, menn­ingu Kína og hina ýmsu áhuga­verðu ein­stak­l­inga sem koma það­­­­­an. Umsjón með hlað­varp­inu hafa Magnús Björns­­­­­son, Þorgerður Anna Björnsdóttir og Dan­íel Berg­­­­­mann.